Collection: Framleiðendur

Katalónía

Succés Vinícola

Succes var stofnað af Albert Canela og Mariona Vendrell árið 2011 þegar þau voru ekki nema tvítug. Nafnið kemur frá orðinu “succés” á katalónsku sem þýðir viðburður.

Skoða vín

Austurríki

Meinklang

Meinklang er stór bíódínamískur vínframleiðandi og sveitabær í Burgenland í Austurríki. Beljan á miðanum á flöskunum vísar til þess að þeir nota dýrin á sveitabænum til að plæja vínakrana.

Skoða vín

Austurríki

Claus Preisinger

Claus Preisinger byrjaði að búa til vín með pabba sínum sem áhugamál en eftir að hafa unnið með Hans Nittnaus í nokkur ár fann hann að þetta var það sem hann vildi vinna við. Fyrsta vínið sem hann gerði sjálfur kom árið 2000 og er hann í dag einn vinsælasti náttúruvínsframleiðandi í heiminum.

Skoða vín

Frakkland

AMI

Vinirnir Paul og Willy stofnuðu AMI en það þýðir vinur á frönsku. AMI er staðsett í Bourgogne í Frakklandi og gera þeir alveg frábær Bourgogne vín.

Skoða vín

Austurríki

Gut Oggau

Stephanie og Eduard stofnuðu Gut Oggau árið 2007. Vínin þeirra mynda eina stóra fjölskyldu, hver flaska er með nafn og andlit. Þrjár kynslóðir þar sem vínakrarnir á svæðinu þeirra kalla fram svo ólíka karaktera.

Skoða vín

Austurríki

Christian Tschida

Christian tók yfir vínekru fjölskyldu sinnar árið 2003 en hann er fjórða kynslóð af vínframleiðendum. Christian hefur mikinn áhuga á list og notar hann listaverk eftir fræga listamenn á vínflöskurnar sínar meðal annars eftir Erró.

Skoða vín

Frakkland

Olivier Cohen

Olivier Cohen er ungur vínframleiðandi frá Languedoc. Hann vann sem vínþjónn áður en hann byrjaði að búa til sín eigin vín árið 2013. Rósavínið hans Deferlante varð strax vinsælt víða um heim en hann framleiðir einnig mörg skemmtileg rauðvín.

Skoða vín

Frakkland

Champagne Bourgeois-Diaz

Hjónin Jerome og Charlotte reka saman Bourgeois-Diaz. Jerome er fjórða kynslóð af kampavíns framleiðendum í föðurfjölskyldunni.

Skoða vín

Þýskaland

Daniel & Bianca Schmitt

Daniel & Bianca Schmitt eru frá Rheinhessen í Þýskalandi. Vínekran hefur verið í Schmitt fjölskyldunni í yfir 200 ár.

Skoða vín

Ítalía

Gabrio Bini

Gabrio Bini er arkítekt frá Milanó sem ákvað árið 1993 að breyta til og keypti vínekru á Pantelleria eyju rétt fyrir utan Sikiley. Er í dag einn þekktasti náttúruvínsframleiðandi í heimi.

Skoða vín

Frakkland

Domaine des Vignes du Maynes

Domaine des Vignes du Maynes er í Bourgogne. Julien Guillot tók við vínekrunni árið 2001 af föður sínum.

Skoða vín

Frakkland

Val de Combres

Val de Combres er staðsett í Maubec í Luberon og er rekið af Valentin Létoquart. Mottó Valentin hefur alltaf verið “No sulfites, no cry”.

Skoða vín

Frakkland

Le Petit Domaine

Le Petit Domaine er lítil vínekra sem er staðsett í Languedoc í Frakklandi og var stofnað af Aurelien Petit árið 2012. 

Skoða vín

Frakkland

Garo'vin

Garo’vin er staðsett í Anjou í Frakklandi og er stofnað af Cédric Garreau árið 2010.

Skoða vín

Austurríki

Koppitsch

Maria og Alex reka Koppitsch en það er í Neusiedlersee í Austurríki. Þau tóku við vínekrunni af foreldrum Alex árið 2011.

Skoða vín

Frakkland

Earl Guignier Michel

Skoða vín

Þýskaland

Marto Weins

Marto Weins er staðsett í Flonheim í Þýskalandi. Martin Wörner hafði unnið hjá Gut Oggau og Matassa áður en hann tók við vínekru fjölskyldu sinnar árið 2015. 

Skoða vín

Ítalía

Vigna San Lorenzo

Marta og Alberto reka lítinn fjölskyldu sveitabæ 450 metra uppi í hæðum San Lorenzo. Þau framleiða einungis Col Tamarie og kalla þau það þar af leiðandi ‘Mountain Prosecco’.

Skoða vín

Ítalía

Podere Pradarolo

Alberto og Claudia reka Podere Pradarolo í Emilia-Romagna á Ítalíu.

Skoða vín

Ítalía

Erboristeria Il Germoglio

Skoða vín

Slóvakía

Pivnica Cajkov

Pivnica Cajkov er rekið af Marek Uhnak og kemur frá Cajkov í Slóvakíu, sem er við eldfjallið Sitno. 

Skoða vín

Frakkland

Champagne Jean Laurent

Jean Laurent er þriðja kynslóð af kampavínsframleiðendum.

Skoða vín

Portúgal

Folias de Baco

Folias de Baco er staðsett í Alto Douro í norður Portúgal en það er stofnað af Tiago Sampaio árið 2007.

Skoða vín